HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Næstu námskeið á vegum BHM

Meðfylgjandi eru næstu námskeið sem haldin verða á vegum BHM.

Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. UPPBÓKAÐ.
Góður undirbúningur og færni í samningatækni er

lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Smelltu hér til að skrá þig og þú getur þá horft á upptöku af námskeiðinu síðar. Athugið að námskeiðið verður ekki aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í kjölfarið, en þau sem skrá sig verður gert kleift að horfa á það í viku í kjölfarið.

 

Sáttamiðlun á vinnustöðum – fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams.. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

Réttindi á vinnumarkaði
Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom

Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði og vara í  um 15 mínútur, að þeim loknum verður hægt að bera fram spurningar. Fyrirlestraröðin er opin öllum en er þó sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.

 

  • Mánudaginn 10. maí kl. 11:00
    Einelti á vinnustað
    Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM
  • Þriðjudaginn 11. maí kl. 11:00
    Fjarvinna – niðurstöður könnunar BHM kynntar og næstu skref rædd
    Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM
  • Miðvikudaginn 12. maí kl. 11:00
    Uppsagnir og áminningar, réttindi og skyldur starfsfólks og atvinnurekenda
    Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og réttindasérfræðingur BHM
  • Fimmtudaginn 13. maí kl. 11:00
    Kynferðisleg áreitni á vinnustað 
    Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM

 

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina, til að skrá þig og fá hlekkina á Zoom.

Dómurinn hefur fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum BHM-félaga við ríkið og Reykjavíkurborg

Að mati BHM hefur nýlegur dómur Félagsdóms í máli Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) gegn ríkinu fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum aðildarfélaga bandalagsins við ríkið og Reykjavíkurborg. Hins vegar er fordæmisgildið ekki jafn augljóst gagnvart kjarasamningum félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málið sem um ræðir varðaði tiltekin ákvæði um orlof í kjarasamningum LFÍ og ríkisins. Í eldri kjarasamningi aðila var ákvæði þess efnis að ef orlof (eða hluti orlofs) væri tekinn eftir að sumarorlofstímabili lyki skyldi það lengjast um fjórðung. Ákvæðinu var breytt við gerð gildandi kjarasamnings aðila sem tók gildi 1. maí 2020. Þar er nú sett það skilyrði fyrir fjórðungs lengingu orlofs að yfirmaður hafi farið skriflega fram á að orlof væri tekið utan sumarorlofstímabils. Þetta þýðir að taki starfsmaður orlof utan sumarorlofstímabils án þess að skrifleg beiðni yfirmanns komi til lengist orlofið ekki.

LFÍ stefndi ríkinu vegna félagsmanna sinna sem fengu ekki fjórðungs lengingu orlofs sem þeir höfðu áunnið sér fyrir 1. maí 2020 en nýttu eftir þann tíma án þess að skrifleg beiðni yfirmanns kæmi til.

Dómur Félagsdóms í málinu var kveðinn upp 25. mars sl. Í stuttu máli leit Félagsdómur svo á að réttur til lengra orlofs hafi sjálfkrafa orðið til þegar starfsmennirnir fullnýttu ekki orlofsrétt sinn á sumarorlofstímabili sem er samkvæmt orlofslögum á hverju ári frá 2. maí til 15. september. Umrætt ákvæði í gildandi kjarasamningi aðila um skriflegt samþykki geti ekki skert þann rétt sem starfsmennirnir höfðu áunnið sér á grundvelli ákvæða í eldri kjarasamningi. Meginreglan í vinnurétti sé sú að breytingar á launum og starfskjörum séu ekki afturvirkar nema um það sé sérstaklega samið. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðilar hafi samið um að ákvæðið um skriflega beiðni yfirmanns skyldi gilda afturvirkt.

Í dómsorði segir orðrétt:

Viðurkennt er með dómi Félagsdóms að félagsmenn stefnanda, sem starfa hjá ríkinu, eigi rétt til fjórðungs lengingar orlofs vegna orlofs sem tekið er utan sumarorlofstímabils, að því leyti sem þeir höfðu áunnið sér slíkan rétt fyrir gildistöku nýs kjarasamnings milli aðila 1. maí 2020, jafnvel þótt formskilyrði í nýjum kjarasamningi aðila um skriflega beiðni yfirmanns hafi ekki verið uppfyllt.

Fordæmisgildi dómsins gagnvart öðrum kjarasamningum

Í eldri kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið og Reykjavíkurborg voru sömu eða sambærileg ákvæði um fjórðungs lengingu orlofs og áður voru í samningi LFÍ við ríkið. Í gildandi samningum BHM-félaganna við ríkið og Reykjavíkurborg hefur þessum ákvæðum verið breytt á sama hátt og í nýjum samningi LFÍ við ríkið og tóku allar breytingarnar gildi á sama tíma, þ.e. 1. maí 2020. Að mati BHM er því augljóst að niðurstaða Félagsdóms hefur fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum aðildarfélaga BHM við bæði ríkið og Reykjavíkurborg. Hins vegar telur BHM að fordæmisgildið sé ekki jafn augljóst gagnvart kjarasamningum félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga enda ákvæðin ekki alveg sambærileg í því tilviki.

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) hefur gefið til kynna að dómurinn muni hafa fordæmisgildi gagnvart öllum kjarasamningum stéttarfélaga við ríkið sem innihalda sambærileg ákvæði og samningar LFÍ.

Námskeiðið Markvissari fundir verður haldið af BHM í næstu viku

Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeiðið Markvissari fundir sem haldið verður í næstu viku ásamt dagskrá þess sem fram undan er.

 

Skrá mig á námskeiðið Markvissari fundir

 

Markvissari fundir

Þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00

Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum. Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla sem hjálpa þér að gera fundina sem þú stýrir markvissa og skilvirka.

 

Kennari er Gunnar Jónatansson. Gunnar er framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi . Hann er með próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development.

 

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00-14:00 á Teams.

Skráning fer fram í viðburðadagatali á bhm.is. Smelltu á þennan hlekk til þess að skrá þig á viðburðinn.

Námskeið þetta og öll námskeið sem BHM býður upp á stendur félagsmönnum allra aðildarfélaga BHM til boða þeim að kostnaðarlausu.

 

Næstu námskeið og örfyrirlestraröð BHM

 

Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið. Athugið að námskeiðið verður ekki aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í kjölfarið, en þeir sem skrá sig en komast ekki á námskeiðið verður gert kleift að horfa á það í viku í kjölfarið.

 

Sáttamiðlun á vinnustöðum – fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams.. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Stjórnun á umrótartímum – þriðjudaginn 18. maí kl. 13:00-14:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Óvissa er fylgifiskur margra breytinga en það eru stjórnunaraðferðir sem hafa mikil áhrif, eins og að hafa samráð um breytingar og kynna þær vel. Kennari er Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Réttindi félagsmanna á vinnumarkaði – örfyrirlestrarröð 10.-13. maí kl. 11:00 á Zoom.

Verður auglýst nánar síðar í tölvupósti, á heimasíðu BHM og Facebook.

 

  • Einelti á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig einelti lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða.
  • Fjarvinna – Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, fer yfir niðurstöður könnunar meðal félagsmanna BHM um fjarvinnu og hvað er framundan.
  • Uppsagnir og áminningar – Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og réttindasérfræðingur BHM fer yfir réttindi og skyldur
  • Áreitni á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig kynferðisleg áreitni lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða

Mörg námskeið í boði inni á bhm.is

Við minnum á fjölda námskeiða sem eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu inni á bhm.is. Smelltu hér til að skrá þig inn á lokaða svæðið með námskeiðunum.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um námskeið:

  • LEAN námskeið – tilvalið ef þú þarft að draga úr áreiti og skipuleggja vinnudaginn þinn betur.
  • PowerPoint í hnotskurn – grunnnámskeið í gerð glærukynninga þar sem kennt er á myndir, myndbönd, hreyfingar, hljóð og margt fleira.
  • Microsoft To Do – Ert þú í því að gera lista? Nýttu þér To Do og láttu listann tala við önnur forrit svo allt virki vel saman.
  • Planner í hnotskurn – Námskeið um hvernig má nýta forritið við verkefnastjórnun, úthluta verkefnum, bæta við skrám og fylgjast með framvindu verkefna.
  • Workplace hjá Facebook – Námskeið fyrir notendur Workplace frá Facebook sem vilja læra betur á hinar ýmsu stillingar og notkunarmöguleika.

 

Ef þú ert ekki búin(n) að stofna aðgang að lokaða svæðinu, þá gerir þú það hér: Nýskráning

Ef þú hefur stofnað aðganga, þá þarftu aðeins að smella hér til að skrá þig inn á lokaða svæðið með námskeiðunum.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur