HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Að halda dampi við álag og óvissu

Mikið hefur mætt á landsmönnum þetta árið vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.

BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi.

Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa samt sem áður aðgang að öllu.

Smelltu hér til að skrá þig. 

Meðal fyrirlestra eru:

  • Streita í skugga faraldar – Þóra Sigfríður Einarsdóttir
  • Réttindi starfsmanns við uppsögn – Andri Valur Ívarsson
  • Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu – Erla Björnsdóttir
  • Í leit að starfi – Geirlaug Jóhannsdóttir
  • Fjármál við atvinnumissi – Sara Jasonardóttir
  • Listin að breyta hverju sem er – Ingrid Kuhlman
  • Atvinnuleysistryggingar – Gísli Davíð Karlsson

Aðalfundur KVH var haldinn miðvikudaginn 3. júní

Aðalfundur KVH var haldinn þann 3. júní s.l., eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:

  • Ársæll Baldursson, formaður
  • Sæmundur Á. Hermannsson, varaformaður/ritari
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Stefán Þór Björnsson, meðstjórnandi
  • Ásta Leonhardsdóttir, meðstjórnandi

 

Varastjórn skipa:

  • Björn Bjarnason
  • Irina S. Ogurtsova
  • Tjörvi Guðjónsson

Aðalfundur KVH verður haldinn 3. júní, kl 12:00-13:30

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn miðvikudaginn 3 . júní 2020, kl. 12:00 – 13:30, í fundarsölum BHM að Borgartúni 6, 4. hæð.

 

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Reikningar félagsins

Tillögur félagsstjórnar

Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda

Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins

Önnur mál

 

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa ritara og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:

Til ritara: Sæmundur Hermannsson. Sjálfkjörinn.

Til meðstjórnanda: Ásta Leonhardsdóttir. Sjálfkjörin.

Til varastjórnar: Björn Bjarnason, Irina S. Ogurtsova og Tjörvi Guðjónsson. Sjálfkjörin.

Til skoðunarmanna reikninga: Halla S. Sigurðardóttir og Jóngeir Hlinason. Sjálfkjörin

 

Lagabreytingar: Stjórn KVH leggur fram eftirtaldar tillögur til lagabreytinga:

  1. Að í fyrstu málsgrein 10.gr laga um aðalfund, þar sem fjallað er um stjórnarkjör og lengd kjörtímabils, þar standi:

Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum og þremur til vara.  Stjórn er kjörin á aðalfundi félagsins.  Kjörtímabil formanns skal vera fjögur ár og kjörtímabil aðalmanna skal vera tvö ár í senn. Kjörtímabil varamanna í stjórn skal vera eitt ár í senn. Leitast skal við að hlutfall karla eða kvenna samanlagt í stjórn og varastjórn félagsins nái 40%.“

 

Að önnur málsgrein 10.gr. laga um stjórnarkjör verði þannig:

 

„Kjöri aðalmanna í stjórn félagsins skal haga þannig að aldrei sé skipt um alla stjórnarmenn í einu. Þannig skal kjósa til embættis gjaldkera og eins meðstjórnanda á sama aðalfundi og svo til embættis ritara og eins meðstjórnanda á þeim næsta. “

 

 

 

  1. Tillaga Helgu Sigurðardóttur um breytingar á 10. grein laga um aðalfund. Tíunda grein breytist og verði í heild sinni þannig:

 

„Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum og þremur til vara.  Stjórn er kjörin á aðalfundi félagsins.  Kjörtímabil aðalmanna skal vera tvö ár í senn. Kjörtímabil varamanna í stjórn skal vera eitt ár í senn.

 

Stjórn KVH skal skipa þannig  að hlutfall karla og kvenna  endurspegli hlutfallið 60% þ.e. þrír stjórnarmenn og 40% hlutfall kvenna/karla  þ.e. tveir stjórnarmenn. Kynjaskiptingar hlutfall ræðst af því hvort kynið fær flest atkvæði við kosningu í embætti og tekið skal mið af því hvernig embætti í stjórn eru skipuð sem ekki eru í framboði á aðalfundi. Sömu kynjahlutföll skulu gilda um varastjórn. Ef framboð karla og kvenna gefur ekki kost á tilgreindum kynjahlutföllum þá skal ráða flest atkvæði við kosningu til embætta stjórnar KVH óháð kyni.

 

Kjöri aðalmanna í stjórn félagsins skal haga þannig að aldrei sé skipt um alla stjórnarmenn í einu. Þannig skal kjósa til embættis formanns, gjaldkera og eins meðstjórnanda á sama aðalfundi og svo til embættis ritara og eins meðstjórnanda á þeim næsta. Kjósa skal um hvert embætti fyrir sig.

 

Kosning skal fara fram þannig að stjórn KVH endurspegli  60% og 40% kynjaskiptingu  karla og kvenna og skal framkvæmd fléttukosning í embætti til stjórnar. Sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær skipar embætti í stjórn KVH og næsta sæti í embætti skipar sá sem flest atkvæði fékk af hinu kyninu svo framarlega sem framboð beggja kynja til stjórnar styður slíka framkvæmd. Sé fyrir kynjahalli  í stjórn þá fær það kyn sem hallar á og flest atkvæði fær kosningu í það embætti sem frambjóðandi gaf kost á sér til.

 

Ritari gegnir formannsstarfi ef með þarf.

Formaður kveður varamenn til stjórnarfunda ef þurfa þykir.

Stjórn félagsins skipar fulltrúa á aðalfund Bandalags háskólamanna.  Formaður situr í formannaráði BHM í samræmi við gildandi lög þess.  Stjórn tilnefnir fulltrúa félagsins í nefndir og ráð BHM og til annarra trúnaðarstarfa eftir atvikum. Hámarkstími sem stjórnarmaður getur setið í stjórn getur ekki orðið lengri en 12 ár og formaður stjórnar skal ekki sitja lengur en 15 ár í stjórn félagsins.“

Tilkynning frá Orlofssjóði BHM – Gistimiðar á þriggja stjörnu hótel Íslandshótela (Fosshótel)

Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum að kaupa gistimiða hjá Íslandshótelum (Fosshótelum) á sérstökum vildarkjörum. Verðið á gistimiða er aðeins 8.400 krónur og gildir fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt án morgunverðar.

Gistimiðarnir eru í takmörkuðu upplagi, hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim þriðjudaginn 26. maí kl. 12:00 á bhm.fritimi.is. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum, með því að smella á Kort og gjafabréf.

Athugið að kvittun við miðakaup gildir ekki sem gistimiði. Gistimiðarnir eru afhentir í þjónustuveri Bandalags háskólamanna í Borgartúni 6, gegn framvísun pöntunarnúmers á kvittun og kennitölu sjóðfélaga. Þjónustuverið er opið á milli 9 og 16 alla virka daga.

Gildistími gistimiðanna er frá 29.05.2020 til 31.12.2020.

Handhafi gistimiða getur valið um eftirfarandi hótel:

  • Grand Hótel Reykjavík
  • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)
  • Fosshótel Stykkishólmur
  • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)
  • Fosshótel Vestfirðir (á Petreksfirði)
  • Fosshótel Húsavík
  • Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

Uppfærsla í fjögurra stjörnu hótel

Íslandshótel bjóða að auki upp á uppfærslu í fjögurra stjörnu hótel fyrir 4.000 krónur aukalega á nótt án morgunverðar á Gand Hótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlón. Uppfærslan greiðist af handhafa gistimiða við komu á hótel en við bókun á hótel þarf handhafi gistimiða að tilkynna um fyrirhugaða uppfærslu.

Skilmálar

Bókanir fara fram með því að senda póst á [email protected] eða með því að hringja í söluskrifstofu Íslandshótela í síma 562-4000. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvefi eða heimasíðu Íslandshótels.

Afbóka þarf með að lágmarki 48 stunda fyrirvara, sé fyrirvarinn styttri er rukkað fyrir nóttina. Ef fleiri nætur eru bókaðar og fyrirvari afbókunar styttri en 48 stundir þá er rukkað 50% af heildarverði. Ef gestur hvorki afbókar né mætir þá þarf að greiða fulla greiðslu.

  • Eitt barn 3 til 6 ára fær frítt í herbergi ef deilt er rúmi, en greiða þarf aukalega fyrir morgunverð 50% af fullu verði sem greiðist við innritun.

  • Aukarúm fyrir 3 – 12 ára kostar aukalega og greiðist við innritun

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur