HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM

Eftirfarandi eru lausar dagsetningar í orlofshúsum BHM – bókanir fara fram í gegnum bókunarvef OBHM og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær:

Útlönd
Calle San Policarpo á Torrevieja: Laust frá 19.7 til 26.7
Ailingen í Bodense: Laust frá 21.7 til 28.7
Odrup: Laust frá 24.8 til 31.8 og 14.9 til 21.9
Ringsted: Laust frá 24.8 til 31.8
Villa Luckendorf: 18.9 til 25.9

Innanlands
Hreðarvatn 10: Frá 6.7 til 13.7
Þá er töluvert af lausum húsum í Brekkuskógi í enda ágúst.

 

Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrslur stjórna LSR og LH
  2. Ársreikningar 2017
  3. Fjárfestingarstefna
  4. Tryggingafræðilegar úttektir
  5. Skuldbindingar launagreiðenda
  6. Breytingar á samþykktum
  7. Önnur mál.

Nýtir þú þinn rétt?

Styrkir til félagsmanna KVH úr sjóðum BHM

Þegar tölfræði styrkja úr sjóðum BHM á árinu 2017 er skoðuð, kemur m.a. eftirfarandi í ljós að því er varðar félagsmenn KVH:

Sjúkrasjóður (félagsmenn sem vinna á almennum vinnumarkaði):  Úthlutað var 736 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð  40,3 m kr.

Styrktarsjóður (félagsmenn sem starfa hjá hinu opinbera): Úthlutað var 892 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð 40,6 m kr.

Um helmingur fjárhæðar styrkja í báðum sjóðunum voru sjúkradagpeningar, en aðrar algengustu tegundir styrkja voru: heilsurækt/líkamsrækt, fæðingarstyrkir, meðferð á líkama og sál, gleraugnastyrkur og tannviðgerðir.

Starfsmenntunarsjóður:  Úthlutað var 261 styrk til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð 18,5 m kr.  Styrkir runnu einkum  til kynnisferða, námskeiðskostnaðar, námskostnaðar og ráðstefnukostnaðar.

Starfsþróunarsetur háskólamanna (félagsmenn sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og þeir á almennum markaði sem hafa samið í ráðningarsamningi við vinnuveitanda sinn um greiðslu í sjóðinn): Úthlutað var 102 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð kr. 13,3 m kr.  Styrkir runnu einkum til námskostnaðar, ráðstefnukostnaðar og námskeiðskostnaðar.

KVH vill vekja athygli félagsmanna sinna á þeim möguleikum sem felast í hinum sameiginlegu sjóðum og þeim margvíslegu styrkjum sem hægt er að sækja um, ekki hvað síst vegna sí- og endurmenntunar. Kjarasamningsbundin iðgjöld vinnuveitenda í sjóðina vegna félagsmanna KVH eru mun meiri en sem nemur greiddum styrkjum.  (sjá nánar á vefsíðu KVH, undir Sjóðir og styrkir)

BHM fær aðild að Norræna verkalýðssambandinu

Stjórn Norræna verkalýðssambandsins (Nordens fackliga samorganisation – NFS) samþykkti á fundi sínum í morgun umsókn Bandalags háskólamanna um aðild að sambandinu. Þar með bætist BHM í hóp 15 heildarsamtaka launafólks frá öllum Norðurlöndunum með um 9 milljónir félagsmanna innan sinna raða, en hlutverk NFS er að stuðla að nánu samstarfi milli aðildarsamtaka þess og standa að sameiginlegri hagsmunagæslu. Með aðildinni fær BHM möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar á Norðurlöndum og í Evrópu.

Norræna verkalýðssambandið var stofnað árið 1972 og er samstarfsvettvangur 16 heildarsamtaka launafólks frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þrenn íslensk heildarsamtök eiga aðild að sambandinu: ASÍ, BHM og BSRB. NFS er viðurkenndur fulltrúi norræns launafólks á vettvangi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og gegnir ráðgjafarhlutverki gagnvart þessum aðilum. Þá hafa samtök innan NFS víðtækt samráð og samstarf er varðar málefni evrópsks vinnumarkaðar og á vettvangi Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC). Enn fremur tekur NFS þátt í samstarfi við verklýðshreyfingu í Eystrasaltsríkjunum og gegnir samræmingarhlutverki gagnvart Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga (ITUC) og Ráðgjafarnefnd verkalýðshreyfingarinnar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (TUAC). Samhliða aðildinni að NFS hefur BHM sótt um aðild að ETUC, ITUC og TUAC.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur