HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Kjarasamningur samþykktur

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning KVH og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á hádegi í dag.  Niðurstaðan varð sú að samningurinn var samþykktur með 80,6% atkvæða, 17,7% voru á móti en 1,6% skiluðu auðu.  Á kjörskrá voru 98 og kjörsókn var 63,3%. Félagsmenn mega gera ráð fyrir að í næstu launakeyrslu verði laun leiðrétt og greidd afturvirk frá 1. september s.l.

Nýr kjarasamningur KVH við sveitarfélögin undirritaður

Í dag undirrituðu samninganefndir KVH og Sambands Íslenskra sveitarfélaga nýtt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila.

Samningurinn er afturvikur frá 1. september 2015 og gildir til 31. mars 2019. Samningurinn er sambærilegur þeim kjarasamningum sem KVH gerði við ríki og Reykjavíkurborg.

Félagsmenn KVH hjá sveitarfélögunum munu fá senda kynningu á samningnum nú fyrir helgi,  en atkvæðagreiðsla verður strax í næstu viku.

 

BHM fræðslan – Ísafjörður

ÍSAFJÖRÐUR: Núvitund – vellíðan og velgengni

  • Staðsetning: ÍSAFJÖRÐUR – Fræðslumiðstöð Vestfjarða (Einnig verður fjarkennt til Hólmavíkur og Patreksfjarðar í gegnum fjarfundabúnað, félagsmenn mæta á starfsstöðvar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á staðnum.)
  • Tími: 12:00 – 16:00, 12. apríl 2016
  • Skráningartímabil: Opið

BHM og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa saman að námskeiðinu. Samstarfið er liður í því að auka fræðslu fyrir félagsmenn BHM á landsbyggðinni. Námskeiðið er félagsmönnum BHM að kostnaðarlausu.

KVH og sveitarfélögin

Kjaraviðræður hafa haldið áfram síðustu daga milli KVH og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um endurnýjun kjarasamnings aðila. Viðræður eru langt komnar og vonir standa til að hægt verði að ljúka samningum á allra næstu dögum og kynna viðkomandi félagsmönnum.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur