HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Námskeið KVH fyrir námsmenn

KVH hélt námskeið í apríl fyrir þá félagsmenn sem hafa námsmannaaðild að KVH.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Silja Jóhannesdóttir, ráðgjafi og Karen Ósk Pétursdóttir, verkefnastjóri KVH. Á námskeiðinu var einkum fjallað um atvinnuviðtöl og undirbúning þeirra, gerð ferilskráa og ráðningasamninga.

Fundir KVH á Akureyri

KVH efndi til félagsfundar í byrjun apríl á Akureyri, en ríflega 80 félagsmenn eru búsettir þar. Á fundinum sem var fjölmennur og vel sóttur, var farið yfir stöðu kjarasamninga og viðræðna. Einnig hélt KVH kynningarfund með námsmönnum í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.

Tilraunaverkefni og tímabundin laun

Tilraunaverkefni um mat á árangri og frammistöðu, álagi og öðrum persónubundnum og tímabundnum þáttum er að fara af stað hjá 31 ríkisstofnun sem til þessa verkefnis voru valin, í framhaldi af bókun 2 með síðasta kjarasamningi við ríkið.  Stofnanirnar skulu búa til matskerfi og/eða viðmið til að meta ofangreinda þætti til tímabundinna launa og fá til þess afmarkað fjármagn. Eiga þær að skila skýrslu um niðurstöðuna og framkvæmdina fyrir árslok 2015.  KVH hefur sent félagsmönnum sínum á viðkomandi stofnunum sérstakt bréf vegna þessa um framkvæmdina.

Aðalfundur KVH

Aðalfundur KVH var haldinn 19. mars  s.l. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn félagsins. Hana skipa eftirtaldir: Birgir Guðjónsson, formaður, Ragnheiður Ragnarsdóttir, ritari, Ársæll Baldursson, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru þau Helga Sigurðardóttir og Stefán Þór Björnsson.  Varastjórn skipa þau Helgi Þór Jónasson, Hjálmar Kjartansson og Sigríður Svavarsdóttir. 

Skýrslu stjórnar KVH fyrir starfsárið 2014-2015 er að finna á vefsíðu KVH.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur