HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Úthlutun úr Vísindasjóði KVH

Gert er ráð fyrir að úthlutað sé úr Vísindasjóði KVH um miðjan febrúar 2022.

 

Vísindasjóður KVH, líkt og vísindasjóðir annarra aðildarfélaga BHM, var stofnaður með kjarasamningunum 1989. Í sjóðinn leggur launagreiðandi fram 1,5% af dagvinnulaunum launþega.

Hverjir eiga rétt á úthlutun ?

Allir fullgildir félagar, sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn á hverju almanaksári, og sem taka laun eftir kjarasamningum KVH við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, eiga rétt á styrk. Einnig þeir félagsmenn á almennum vinnumarkaði sem samið hafa við vinnuveitanda sinn um greiðslur í sjóðinn.

Félagsmenn sem starfa hjá ríki eiga ekki lengur rétt á úthlutun úr vísindasjóði. Í kjarasamningum KVH og ríkisins 2008 var framlag vinnuveitanda í vísindasjóð aflagt með þeim hætti að launatafla var hækkuð um 2,0%, vegna breytinga á vísindasjóðsframlagi.

Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð eins og áður segir og geta félagsmenn samið í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um greiðslur í sjóðinn.

Styrkfjárhæð og úthlutunarmánuður

Styrkfjárhæð er miðuð við innborgun í sjóðinn á almanaksári,  1. janúar – 31. desember. Úthlutað er úr sjóðnum árlega, í febrúar.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum.

Skattaleg meðferð:

Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Gera skal sundurliðaða grein fyrir þeim kostnaði sem framteljandi telur fram á móti styrknum, á sérstöku undirblaði á vefframtali.  Nánari upplýsingar er að finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is

Námskeiðið Seigla/streita – vinur í raun verður haldið miðvikudaginn 16. febrúar

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn

 

Seigla/streita – vinur í raun?

Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13:00-14:00 á Teams

 

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, fer yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg.

Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. Með nýrri sýn og meiri skilningi á streitu eykst streituþol.

Kristín segir jafnframt frá seiglu- og streituráðum sínum, sem hún kallar H-in til heilla.

 

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið. 

Miðvikudaginn 16. febrúar 13:00-14:00 í Ás og á Teams.

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn

Jákvæð karlmennska og jafnrétti – Hádegisfyrirlestur mánudaginn 31. janúar á Teams

Jákvæð karlmennska og jafnrétti
Hádegisfyrirlestur mánudaginn 31. janúar á Teams

Hvernig og hvers vegna styður jákvæð karlmennska við jafnrétti?

Hvernig bitnar skaðleg karlmennska á strákum og körlum?

Þorsteinn talar um hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.

Þorsteinn er kennari og kynjafræðingur. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína, pistla, greinaskrif og fræðslumiðlun á samfélagsmiðlum auk þáttagerðar um karlmennsku og jafnréttismál. Hann heldur úti hinu vinsælu hlaðvarpi Karlmennskan, þar sem hann ræðir karlmennsku, jafnrétti, ofbeldi, femínisma og ýmsar hliðar þessara mála við fólk úr ólíkum geirum.

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu, en skráning hér er nauðsynleg.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið. 

Mánudaginn 31. janúar kl. 12:00-13:00 á Teams, skráning á hlekknum hér að neðan.

 

 

Við vekjum athygli á því að fyrirlestur Sólveigar Hjaltadóttur: „Lífeyrisréttindin þín“ er nú aðgengilegur á Námskeiðasíðu BHM.

Myndbandið er 50 mínútur í heild, fyrirlesturinn er 25 mínútur og svo svaraði Sólveig miklum fjölda spurninga í kjölfarið.

 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur