HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: [email protected]

Efst á baugi


Námsleiðir í boði hjá Stjórnmálafræðideild

Ítarlegur Framhaldsnámsbæklingur  með öllum námsleiðum Stjórnmálafræðideildar, lýsingar á einstökum námskeiðum og yfirliti yfir kennara deildarinnar: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
Umsóknarfrestir eru 15. okt. fyrir MA og MPA en 30. nóv. fyrir diplómanám.  Diplómanám fæst metið inn í meistaranám. Þrjár námsleiðir mögulegar í fjarnámi.
Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða s.n. skráningargjald 55.000.- ef byrjað er um áramót, en 75.000.- fyrir námsárið ef byrjað er á haustin.
Umsóknareyðublað og upplýsingar um umsóknarferilinn: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_um_nam

Staða kjarasamningsviðræðna

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur fundað með SNR (Samninganefnd ríkisins) í september en hefur óskað eftir stífari fundarhöldum ásamt raunverulegu samtali um launaliðinn.

Félagið hefur átt tvo fundi með SNR í september og er næsti fundur áætlaður í næstu viku.

Félagið fundaði einnig með samninganefnd Reykjavíkurborgar eftir sumarhlé en engir fundir hafa verið í september og ekki er komin dagsetning á næsta fund.

Engir fundir hafa fengist með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS).

Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu

Krafa í heimabanka ekki frá KVH

Fjöldi fyrirspurna hefur borist að undanförnu til KVH vegna kröfu FVH í heimabanka félagsmanna. Mikilvægt er að benda á að umrædd krafa er EKKI á vegum KVH heldur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), sem er sjálfstætt fagfélag og KVH alveg óviðkomandi.

Félagsmenn KVH greiða sitt stéttarfélagsgjald mánaðarlega eins og sjá má á frádrætti á launaseðlum, en félagsgjaldið er 0,6% af heildarlaunum og með því lægsta sem tíðkast.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur